Frelsandi að sætta sig við dauðann

Brandur Bjarnason Karlsson horfðist í augu við dauðann.
Brandur Bjarnason Karlsson horfðist í augu við dauðann. Styrmir Kári

Brand­ur Bjarna­son Karls­son var tuttugu og þriggja ára gamall háskólanemi þegar hann fór að finna fyr­ir því að mátt­ur hans í hönd­um og fót­um fór þverr­andi. Nú, sjö árum seinna, er hann lamaður neðan við háls. Hann hefur leitað til margra lækna sem greint hafa hjá honum ólíka sjúkdóma - allt frá heilaæxli til MS sjúkdóms - en endanleg greining liggur enn ekki fyrir. Hugs­an­legt er þó að hann sé hald­inn Lyme disea­se, sjúk­dómi sem smit­ast við bit skóg­armít­ils.

„Lömunin gerðist mjög hægt og rólega og í byrjun hélt ég að ég væri bara í lélegu formi,“ segir Brandur. „Síðan tók við afneitun en þegar ég gat ekki gengið án þess að draga á eftir mér fæturna, þá kom að því að ég þurfti að horfast í augu við að þetta væri ekki kvefpest sem ég gæti hrist af mér. Á tímabili hélt ég að ég væri að deyja og var búinn að sætta mig við það. Það var sérstök upplifun og frelsandi að einhverju leyti. Maður fer í gegnum áfallið, afneitunina og reiðina en kemur síðan út hinum megin – fyrst ég er að deyja, hvað ætla ég þá að gera við þann tíma sem ég á eftir? Þetta gefur hverri mínútu lífsins mikið vægi.“

Ekkert er ómögulegt

Brand­ur gekk í Fjöl­braut í Breiðholti og Mennta­skól­ann í Reykja­vík, lauk tveim­ur árum í líf­fræði í há­skóla og lagði auk þess stund á fé­lags- og mann­fræði. Hann var að ljúka fyrsta ári í eðlis­fræði þegar hann veikt­ist. „Mér fannst gam­an að prófa allt og er for­vit­inn að eðlis­fari. Ég ólst upp inn­an aka­demí­unn­ar með mömmu og svaf ekki sem krakki því af­stæðis­kenn­ing­in hélt fyr­ir mér vöku. Ég fann mig vel í eðlis­fræðinni. Þá var ég hins veg­ar orðinn of veik­ur til að halda áfram,“ útskýrir Brandur og bætir því við að sér finnist mikilvægt að gefa af sér til samfélagsins. Það gerir hann sannarlega og af meiri eldmóði en flestir aðrir en meðal hugðarefna hans eru drónar og þrívíddarprentarar. 

„Ég á dróna sem ég hef bæði notað sjálfur en einnig lánað, t.d. í jarðfræðirannsóknir. Þrívíddarprentunin er síðan verkefni sem ég er spenntur fyrir en þessi tækni er mikið að ryðja sér til rúms, m.a. er farið að prenta líffæri fyrir líffæragjafir. Mér finnst mikilvægt að börn fái strax að læra á þrívíddarprentarana og hef verið í samstarfi við Myndlistarskóla Reykjavíkur, en þeir eru að þróa námskeið fyrir börn í þrívíddarprentun. Sú þróun fór í gang eftir að Sprotamiðstöðin, fyrirtæki sem ég er viðriðinn, gaf skólanum þrívíddarprentara fyrir nokkru,“ segir Brandur og bætir við, þegar blaðamaður furðar sig á hugmyndaflugi hans: „Maður á alltaf að byrja með þann hugsunarhátt að ekkert sé ómögulegt. Þegar hugmyndin er síðan komin, kemur maður sér aftur inn í raunveruleikann – hvað er næsta skref? Hvað þarf ég að gera til að hugmyndin verði að veruleika?“

Hyggst færa grunnskólum sápukúlugróðurhús

Ítarlegt viðtal við Brand er að finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert