Fer silfurreynirinn með sigur af hólmi?

Silfurreynirinn við Grettisgötu.
Silfurreynirinn við Grettisgötu. mbl.is/Styrmir Kári

Reykjavíkurborg stóð nýlega fyrir fundi með lóðaeigendum og íbúum við Grettisgötu, sem hafa mótmælt hástöfum fyrirhuguðum flutningi húsa upp að götunni við Grettisgötu 17 og því að 106 ára gamall silfurreynir, ein helsta götuprýði Grettisgötunnar, verði rifinn, eins og eigendur lóðanna höfðu áform um að gera.

Á fundinum var, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, kynnt með óformlegum hætti ákveðin tillaga lóðaeigenda Grettisgötu 17 og Laugavegar 34 að sáttagjörð.

Tillagan felur það í sér, að nýir eigendur lóðanna, sem hyggjast byggja hótel á reitnum, hverfi frá því að rífa silfurreyninn og falli frá áformum um að grafa niður og byggja kjallara alveg að Grettisgötu. Á móti er lagt til að þeir fái að hækka húsin sem á að byggja, á lóðinni á bak við Laugaveg, til þess að vinna upp það byggingarmagn sem tapast myndi, ef hætt verður við kjallarann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert