Blokkaríbúð í Reykjavík eða einbýlishús á Eskifirði?

Ódýrt? Þetta hús í Reykjavík fæst á 35 m.kr. Það …
Ódýrt? Þetta hús í Reykjavík fæst á 35 m.kr. Það þarfnast þó mikilla endurbóta. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hægt er að fá þriggja herbergja íbúð við Hringbraut, 96 fermetra hæð í austurbæ Reykjavíkur, 267 fermetra einbýlishús með átta herbergjum á Eskifirði eða 264 fermetra hundrað ára gamalt hús í Vestmannaeyjum fyrir 35 milljónir króna.

Í Reykjavík má líka finna hús á 35 milljónir króna í Fellunum, en sá galli er á gjöf Njarðar að leggjast þarf í talsvert miklar endurbætur á því, að innan sem utan.

Þetta kemur fram í úttekt Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins. Upphæðin er ekki úr lausu lofti gripin en hún er meðaltal þeirra kaupsamninga sem gerðir voru um fasteignir síðustu tólf vikurnar á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert