Hægviðri og rigning í höfuðborginni

mbl.is/Eggert

Horfur eru á hægviðri á höfuðborgarsvæðinu í dag. Á landinu öllu er spáð hægri vestlægri eða breytilegri á átt og minnkandi úrkomu, allavega vestantil, en annars skýjað með köflum og skúrir. Á morgun, sunnudag, er síðan gert ráð fyrir að það verði mjög víða léttskýjað og yfirleitt þurrt.

Hiti verður á bilinu tólf til tuttugu stig á landinu í dag, en um tíu til fimmtán stig á höfuðborgarsvæðinu. Þar er jafnframt gert ráð fyrir rigningu eða skúrum fram eftir degi og verður ekki þurrt fyrr en í kvöld og á morgun.

Sjá nánar á veðurvef mbl.is.

Veðurhorfur næstu daga:

Á sunnudag: Hægviðri og víða bjart með köflum en þokuloft með ströndinni austantil. Hiti 10 til 17 stig.

Á mánudag: Suðaustan og síðan sunnan 5-13 m/s og rigning sunnan- og vestanlands en hægari breytileg átt NA-til og skýjað með köflum. Snýst í norðaustanátt um landið N-vert og þykknar upp um kvöldið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-lands.

Á þriðjudag: Norðan 5-13 með rigningu eða súld norðaustanlands, skýjað um norðvestanvert landið en bjart með köflum syðra. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast sunnanlands. 

Á miðvikudag: Norðan 3-10. Minnkandi súld NA-til en bjart með köflum annars staðar. Hiti 6 til 20 stig, hlýjast sunnanlands. 

Á fimmtudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og líkur á skúrum syðst. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast suðvestanlands. 

Á föstudag: Hæg breytileg átt og víða bjartviðri. Hiti 10 til 18 stig

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert