Hanagal í Mosfellsbæ truflar íbúa á svæðinu

Hanagal ónáðar íbúa í Mosfellsbæ.
Hanagal ónáðar íbúa í Mosfellsbæ. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hafa nú til meðferðar erindi varðandi hanagal sem berst frá bænum Suður-Reykjum í sveitarfélaginu.

Erindið sendi Vígmundur Pálmarsson á Reykjahvoli, en hann segir hanagalið ónáða sig og fleiri íbúa á svæðinu.

„Þetta er búið að standa yfir í 2-3 ár og við erum að verða brjáluð á þessu,“ segir hann. Um er að ræða tvo hana sem gala á nokkurra sekúndna fresti yfir daginn að sögn Vígmundar. „Ég sendi bæjarráði bréf í mínu nafni en ég er búinn að tala við nágranna mína sem eru allir sammála um það að þetta sé mjög þreytandi,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert