Himnablíða á Mærudögum

Bæjarhátíðin Mærudagar í Húsavík var formlega sett í gærkvöldi í sannkallaðri himnablíðu. Veðurguðirnir léku við Húsvíkinga og aðra gesti, en mikið fjölmenni er í bænum.

Venju sam­kvæmt var gengið fylktu liði úr hverju hverfi, því app­el­sínu­gula, því græna og því bleika, niður á hafn­ar­stétt þar sem lita­blönd­un fór fram og Mæru­dag­arn­ir form­lega sett­ir.

Hátíðin er haldin á hverju sumri og fer jafnan fram síðustu helgina í júlí.

Það var í apríl 1994 sem Mærudagar voru fyrst haldnir á Húsavík sem eins konar uppskeruhátíð lista- og menningarlífs í sumarbyrjun. Árið 1996 var tímasetning hátíðarinnar hins vegar færð fram í júní og hún tengd við Jónsmessu. Hátíðin hefur orðið umfangsmeiri og fjölsóttari með hverju árinu og hefur nú öðlast fastan sess síðustu helgina í júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert