Margmenni viðstatt endurvígsluna

Franski sendiherran á Íslandi mætti til Fáskrúðsfjarðar auk sendinefndar frá …
Franski sendiherran á Íslandi mætti til Fáskrúðsfjarðar auk sendinefndar frá vinabæjunum Gravelines og Pampol. Forseti Íslands var einnig viðstaddur. mbl.is/Albert Kemp

Mikill mannfjöldi hefur verið á frönskum dögum á Fáskrúðsfirði enda veðrið verið verið með besta móti. Minningarathöfn var haldin hjá franska grafreitnum í morgun. Þar voru meðal annars forseti Íslanda Ólafur Ragnar Grímsson, sendiherra Frakklands á Íslandi auk fulltrúa frá bæjunum Gravelines og Pampol í Frakklandi, en þeir eru vinabæir Fáskrúðsfjarðar.

Sóknarpresturinn séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir flutti bænir áður en vígsla fór fram á kapellunni sem tengd er við sjúkraskýlið. Margir mættu til að fylgjast með, einhverjir komust inn, en stór hópur var líka fyrir utan. Sérstök athöfn var svo við franska spítalann sem var formlega tekinn í notkun. Hann er í eigu Minjavermdar sem sá um endurbyggingu húsanna sem tengjast franska hverfinu á Fáskrúðsfirði. Þröstur Ólafsson, formaður Minjaverndar rakti aðdraganda endurgerðarinnar.

Forsetinn flutti ávarp þar sem hann minntist veru frönsku sjómanna við Ísland áður en hann afhjúpaði upplýsingaskilti um franska spítalann og safnið sem verður í húsinu. Frá húsunum var gengið í skrúðgöngu á hátíðarsvæðið. Margar sýningar eru í gangi á svæðinu og fjölbreyttar uppákomur.

Fulltrúi Gravelines hélt ræðu við vígsluathöfn frönsku kirkjunnar á Fáskrúðsfirði.
Fulltrúi Gravelines hélt ræðu við vígsluathöfn frönsku kirkjunnar á Fáskrúðsfirði. mbl.is/Albert Kemp
Mikill fjöldi mætti til þess að fylgjast með hátíðarhöldunum.
Mikill fjöldi mætti til þess að fylgjast með hátíðarhöldunum. mbl.is/Albert Kemp
Ólafur Ragnar Grímsson festir hér síðustu skrúfuna í upplýsingaskilti við …
Ólafur Ragnar Grímsson festir hér síðustu skrúfuna í upplýsingaskilti við franska spítalann. mbl.is/Albert Kemp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert