Þrír skiptu með sér öðrum vinningi

Enginn var með allar aðaltölurnar og báðar stjörnutölurnar réttar í EuroJackpot-útdrættinum að þessu sinni. Þrír skiptu með sér öðrum vinningi og fær hver þeirra í sinn hlut rúmlega 22 milljónir. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Danmörku og Finnlandi.  

Einn var með þriðja vinning og fær hann rúmlega sautján milljónir en sá miði var keyptur í Hollandi. Heppinn áskrifandi vann síðan hundrað þúsund krónur í Jókernum. Hann var með fjórar réttar tölur í réttri röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert