Varað við miklum vindi í nótt

Veðurspáin á hádegi á morgun
Veðurspáin á hádegi á morgun Mynd/Veðurvefur mbl.is

Veðurstofan varra fólk við miklum vindi á Suðurlandi annað kvöld. Búist er við 13-18 metrum á sekúndu og rigningu á Suður- og Suð-vesturlandi og við fjöll geta vindhviðurnar farið upp í allt að 30 metra á sekúndu. Er fólk því varað við því að vera á ferðinni með aftanívagna. 

Veðrið í dag hefur verið gott á höfuðborgarsvæðinu og margir nýtt sér það til útiveru. Á morgun á að vera hægviðri og skýjað framan af degi áður en fer að rigna um kvöldið.

Á Austfjörðum hefur verið léttskýjað í dag en annars staðar skýjað á köflum. Hitinn varð mestur í dag á Kirkjubæjarklaustri, 15 stig. 

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert