Eldsvoði á Patreksfirði

Eins og sést á þessari mynd var gríðarmikill reykur í …
Eins og sést á þessari mynd var gríðarmikill reykur í húsinu og töluverður eldur. Mikil mildi er að ekki fór verr. Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson

Eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Patreksfirði um hálfníuleytið í kvöld. Á efri hæðinni voru kona og barn sem urðu vör reykskynjara og gátu forðað sér úr húsinu.

Mjög mikill reykur var í húsinu þegar slökkvilið bar að garði og töluverður hiti. Mikill eldur var á fyrstu hæð hússins, sem er mikið skemmt. Slökkvilið Vesturbyggðar hafði náð tökum á eldinum þegar mbl.is náði tali af mönnum á vettvangi.

Slökkvilið Vesturbyggðar leggur áherslu á að mun verr hefði getað farið ef ekki hefði verið reykskynjari í húsinu og hvetur fólk til að huga að reykskynjurum.

Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson
Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert