12 mánaða bann fyrir líkamsárás

mbl.is/AFP

Leikmaður knattspyrnuliðs Sindra á Höfn í Hornafirði var í dag dæmdur í 12 mánaða keppnisbann vegna líkamsárásar í lok leiks sem fór fram á Hellissandi í síðustu viku. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar KSÍ í dag.

Leikmaður Snæfellsness, sem hann réðst á var fluttur með þyrlu á sjúkrahús vegna höfuðáverka. Hann var þó útskrifaður daginn eftir.

Í yfirlýsingu sem knattspyrnudeild Sindra sendi frá sér vegna málsins fyrir viku síðan sagði að stjórnin harmi atvikið og muni gera allt sem í hennar í valdi stendur til að hjálpa leikmanni Sindra í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sambærilegt atvik endurtaki sig. Í þeirri viðleitni verði leitað aðstoðar barnaverndaryfirvalda á Höfn og fagfólks. Leikmaðurinn er fæddur árið 1998.

Sjá fyrir fréttir mbl.is:

Sindri með yfirlýsingu vegna líkamsárásar

Frestuðu úrskurði um árásina

Aganefnd KSÍ tekur árásina fyrir

Á batavegi eftir spark í höfuðið

Hlaut spörk í andlitið

Fluttur með þyrlu eftir slagsmál

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert