Gleymdist að láta Veðurstofuna vita af berghlaupinu

Skriðan í Öskju Hamfarirnar komu fram á jarðskjálftamælum og hljóðmælum.
Skriðan í Öskju Hamfarirnar komu fram á jarðskjálftamælum og hljóðmælum. Ljósmynd/Gunnar Víðisson

Það gleymdist að láta Veðurstofuna vita af berghlaupinu í Öskju fyrr en á þriðjudagskvöld.

Vísindamenn rannsaka nú gögn úr mælitækjum sem skráðu berghlaupið mikla í Öskju undir miðnætti síðastliðinn mánudag.

Mögulega mátti greina vísbendingar um að eitthvað væri í aðsigi um 40 mínútum áður en berghlaupið braust fram. Ætla má að mesti massinn hafi skriðið fram á aðeins tveimur mínútum. Flóðbylgjan sem myndaðist þegar skriðan hljóp út í vatnið var um eina mínútu að fara yfir endilangt Öskjuvatn, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert