LÍN lánaði hátt í 17 milljarða

Lánasjóður íslenskra námsmanna.
Lánasjóður íslenskra námsmanna. mbl.is/Hjörtur

Ársskýrsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) fyrir skólaárið 2012-2013 hefur verið birt á heimasíðu LÍN.

Í skýrslunni kemur fram að heildarútlán sjóðsins námu 16,8 milljörðum króna. Jafnframt kemur fram að greiðendur námslána voru 33.321 og alls fengu 12.236 námsmenn afgreitt námslán vegna skólaársins.

Fjallað er um áhættugreiningu sjóðsins og sérstöðu lánasafnsins í ársskýrslunni, en samkvæmt nýlegri skýrslu Summu Ráðgjafar um fjárhagslegar áhættur LÍN hefur lántökum fjölgað, námstími lengst, heildarfjárhæð lána hækkað og endurgreiðslutími lengst, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert