Loka Miklubraut vegna framkvæmda

Lokað verðu rá milli Kringlumýrarbrautar og Bústaðavegar/Snorrabrautar í kvöld og …
Lokað verðu rá milli Kringlumýrarbrautar og Bústaðavegar/Snorrabrautar í kvöld og í nótt. mbl.is/Árni Sæberg

Vegna vinnu við fræsingu og malbikun á Miklubraut (gatnamót við Lönguhlíð), verður veginum lokað á meðan að framkvæmd stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 

Lokað verður á milli Kringlumýrabrautar og Bústaðavegar/Snorrabrautar. Hjáleiðir verða merktar. Gert er ráð fyrir að vinnan standi milli 19:30 og 4 í nótt.

Jarðsig hefur verið viðvarandi á Siglufjarðarvegi að undanförnu og skvompur eða brot geta myndast skyndilega. Því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát.

Brúin á Geitá á Langjökulsvegi (nr. 551) verður lokuð frá 12. ágúst til 22. september vegna framkvæmda.

Verið er að endurnýja rafkerfi í Múlagöngum og því má búast við umferðartöfum þar yfir daginn, milli kl. 8 og 18. Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og virða hraðatakmarkanir meðan á framkvæmdum stendur.

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert