Þörf á fleiri sérkennurum

27,5% íslenskra grunnskólanemenda þurftu sérkennslu á síðasta ári. Formaður Félags …
27,5% íslenskra grunnskólanemenda þurftu sérkennslu á síðasta ári. Formaður Félags íslenskra sérkennara segir þörf á fleiri sérkennurum. mbl.is/Kristinn

Endurnýjun í stétt sérkennara er ekki nægileg og nú þegar er skortur á þeim í skólum landsins.

Í vor útskrifuðust 11 sérkennarar hér á landi. 27,5% grunnskólanemenda á Íslandi njóta sérkennslu eða stuðnings í námi.

Mikil fjölbreytni nemendahópsins og skólastefnan Skóli án aðgreiningar kallar á mikla sérþekkingu þeirra sem vinna með nemendur með sérkennsluþarfir. Þetta segir Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags íslenskra sérkennara. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hún talsvert um að kennarar sem ekki hafi aflað sér sérþekkingar á sviði sérkennslufræða starfi við sérkennslu. Einnig hafi stuðningsfulltrúar sinnt störfum sérkennara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert