Alltaf að heyra af miklu eldra fólki

Margrét Þórarinsdóttir er 100 ára í dag. Hún er búsett …
Margrét Þórarinsdóttir er 100 ára í dag. Hún er búsett á Droplaugarstöðum og segir langlífi ekki algengt í ætt sinni. mbl.is/Styrmir Kári

„Guð hefur gefið mér margt til að gleðjast yfir,“ segir Margrét Þórarinsdóttir, sem er 100 ára í dag. Hún fæddist í Teigi í Vopnafirði, 30. júlí 1914, fjórða í röðinni af sjö börnum hjónanna Snjólaugar Filippíu Sigurðardóttur og Þórarins Stefánssonar, kennara og bónda. Þórarinn lést árið 1924 þegar Margrét var á tíunda ári.

Margrét hefur búið á Droplaugarstöðum í Reykjavík undanfarin ár. Hún hefur fótaferð, stundar hannyrðir og situr gjarnan frammi á gangi og fylgist með mannaferðum. Vegna lungnabólgu gat hún ekki farið út undir bert loft í þrjú ár, en hefur undanfarna mánuði farið reglulega út að „þjálfa sig til að vera spræk á aldarafmælinu“, eins og hún segir sjálf. Hún segist vera við ágæta heilsu, en sjónin og heyrnin sé farin að bila.

Auk Margrétar er Þórhildur systir hennar eftir í systkinahópnum, en hún er á 96. ári. Spurð um hvort langlífi sé algengt í fjölskyldu hennar segir Margrét svo ekki vera. „Aldrei datt mér í hug að ég yrði svona gömul. En er það annars eitthvað merkilegt að verða 100 ára nú til dags? Ég er alltaf að lesa og heyra um fólk sem er miklu eldra en ég.“

Nánar er rætt við Margréti í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert