Dregur úr vætuspá á Þjóðhátíð

mbl.is/Ómar

Samkvæmt nýjustu veðurspám verður ekki jafn vætusamt og áður hefur verið spáð á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, en hátíðin fer fram nú um helgina. Áður hefur verið spáð töluverðri rigningu og roki en samkvæmt nýjustu spám hefur dregið örlítið úr hvoru tveggja.

Er nú spáð á bilinu 10-12 stiga hita alla helgina. Á föstudagskvöldinu er spáð töluverðri rigningu en á laugardaginn á að draga úr henni þótt einhverjir skúrir geta komið yfir daginn. Sunnudagurinn virðist verða nokkurn veginn þurr en um kvöldið geta komið lítilsháttar skúrir og svipaða sögu er að segja um mánudaginn. 

Enn er þó spáð töluverðum vindi en talsverður munur er á spám Veður.is og Yr.no. Samkvæmt Yr.no verður vindurinn á bilinu 7-11 m/s um helgina en samkvæmt spá Veður.is er spáð aðeins meiri vindi, eða um 12-15 á sunnudeginum. 

Er því útlit fyrir að föstudagurinn verði vætusamastur, þá sér í lagi um kvöldið, en eftir það ætti hátíðin að haldast að mestu leyti þurr, að undanskildum lítilsháttar rigningu. 

Sjá Veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert