Hart barist um hvítu tjöldin í Herjólfsdal

Flautað var til hins árlega kapphlaups um stæði fyrir hvítu tjöldin í Herjólfsdag klukkan 18 í dag. Keppnin telst stór hluti af Þjóðhátíð sem haldin verður um helgina og hefst á morgun með Húkkaraballinu.

<br/><br/>

Kapphlaupið gengur þannig fyrir sig að klukka telur niður og þegar tíminn er liðinn rjúka allir af stað. Þá hefur sú venja skapast að starfsmenn og sjálfboðaliðar þjóðhátíðarinnar fá tveggja mínútna forskot. 

<br/><br/>

Júlíus Ingason náði kapphlaupinu mikla á myndband.

<br/><br/> <a href="/frettir/innlent/2014/07/30/kynjaskipt_salerni_a_jodhatid/" target="_blank">Greint var frá því í dag</a>

að s

<span>al­ernin í Herjólfs­dal verða kynja­skipt í ár og þar verður vakt all­an sól­ar­hring­inn. Þá hafa einnig verið keypt­ar fleiri eft­ir­lits­mynda­vél­ar og verða ákveðin álags­svæði í daln­um lýst upp að sögn Harðar Grett­is­sonar, sem sit­ur í þjóðhátíðar­nefnd.  </span> <span><span>Sam­kvæmt nýj­ustu veður­spám verður ekki jafn vætu­samt og áður hef­ur verið spáð á Þjóðhátíð. Búist er við um <span>10-12 stiga hita alla helg­ina.<br/><br/></span></span></span> <span><span><span>Á föstu­dags­kvöld­inu er spáð tölu­verðri rign­ingu en á laug­ar­dag­inn á að draga úr henni þótt ein­hverj­ir skúr­ir geta komið yfir dag­inn. Sunnu­dag­ur­inn virðist verða nokk­urn veg­inn þurr en um kvöldið geta komið lít­ils­hátt­ar skúr­ir og svipaða sögu er að segja um mánu­dag­inn. </span></span></span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert