Mikill vöxtur trjáa í sumar

Trén bæta vel við sig í sumar, ef fram fer …
Trén bæta vel við sig í sumar, ef fram fer sem horfir. mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

Tré hafa vaxið vel í sumar, eins og annar gróður. „Ég á fastlega von á sprotum upp á einn metra eða meira hjá mestu tækifærissinnunum,“ segir Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins.

Hann vísar með þessum orðum til aspar, víðis og fleiri lauftrjáa sem geta notað gott tíðarfar strax til vaxtar.

„Sumarið hófst snemma og júní var einstaklega hlýr um allt land þótt úrkoma hafi verið mismikil. Júlí hefur einnig verið hlýr, þótt hann sé ekki eins mikið ofan við meðaltal og júní,“ segir Þröstur þegar hann er spurður um skilyrði til trjávaxtar í sumar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert