Milljarður í afgang í fyrra

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra bendir á að það skipti verulegu máli …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra bendir á að það skipti verulegu máli að á rúmu ári hafi orðið til liðlega fjögur þúsund ný störf. mbl.is/Ómar Óskarsson

Atvinnuleysistryggingasjóður greiddi í fyrra út um 23% lægri bætur en á árinu 2012 og nam tekjuafgangur af rekstri sjóðsins 1.055 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Sjóðurinn var rekinn með 2.765 milljóna króna halla á árinu 2012.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ásetningur stjórnvalda standi til lækkunar tryggingagjalds, en í ár lækkar framlag félaga innan SA um 0,1%, árið 2015 um 0,1% og sömuleiðis um 0,1% árið 2016. Bjarni segir að árið 2016 hafi tryggingagjaldið þannig verið lækkað um fjóra milljarða króna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telur Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, að sambandið eigi inni 1,5% lækkun á almenna tryggingagjaldinu, auk hugsanlegs svigrúms til lækkunar á atvinnuleysistryggingagjaldinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert