Rauðar íslenskar á markaðinn

Margir bíða eftir að geta tekið upp eða keypt rauðu …
Margir bíða eftir að geta tekið upp eða keypt rauðu kartöflurnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrstu rauðu íslensku kartöflurnar þetta sumarið eru komnar í verslanir. Lítið magn í upphafi en neytendur virðast taka þeim fagnandi því þær stoppa stutt við.

Einhverjir kartöflubændur byrja að taka upp rauðar kartöflur strax eftir verslunarmannahelgi og þá má búast við að meira komi á markaðinn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta er frekar smátt, hefði mátt vaxa lengur, en kartöflurnar eru ekki verri þótt þær séu smáar og algert sælgæti að borða,“ segir Einar Hafsteinsson, kartöflubóndi í Háabæ í Þykkvabæ, sem tók upp fyrstu rauðu íslensku kartöflurnar í vikunni. Þær voru auglýstar í verslun Víðis en kláruðust fljótt, að sögn vaktstjóra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert