Uppbygging hefst við Frakkastíg

Áformað er að hefja framkvæmdir við fyrsta áfanga í haust. …
Áformað er að hefja framkvæmdir við fyrsta áfanga í haust. Bílakjallari rís á hluta lóðarinnar. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Stefnt er að því að hefja uppbyggingu á svonefndum Frakkastígsreit í miðborg Reykjavíkur í haust. Félagið Blómaþing stendur að framkvæmdinni og herma heimildir Morgunblaðsins að kostnaðurinn sé 3-4 milljarðar króna.

Að sögn Baldurs Ó. Svavarssonar, arkitekts hjá Út Inni arkitektum, sem hannar allar byggingar á reitnum, er gert ráð fyrir 65-66 íbúðum á reitnum. Bílakjallari verður undir hluta lóðarinnar.

Nokkrar byggingar munu víkja vegna framkvæmdanna, m.a. Hverfisgata 58 og Frakkastígur 8. Síðarnefnda byggingin er áberandi í miðborginni, en þar er m.a. krá og skemmtistaður. Þar mun rísa fjölbýlishús með tugum íbúða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert