Íbúðaverð í Vesturbæ hækkað um 18,5%

Íbúðaverð smokrar sér upp á við.
Íbúðaverð smokrar sér upp á við. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Meðalfermetraverð seldra eigna í Vesturbænum í júní var 18,5% hærra en í júní í fyrrasumar. Hækkunin í 101 Reykjavík var 11,3%.

Hækkunin í Vesturbænum er um 53.300 krónur á fermetra. Það jafngildir fimm milljóna króna hækkun á 100 fermetra íbúð í júní frá júní 2013, að því er rfam kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Sé meðaltal söluverðsins í 101 og 105 Reykjavík á fyrstu sex mánuðum ársins 2013 og 2014 borið saman við hækkunina í júní milli ára kemur í ljós að hún er nánast eins. Hækkunin í 107 Reykjavík á fyrstu sex mánuðum þessa árs frá sama tímabili í fyrra er 8,9%. Hún er 6,2% í 109 Reykjavík, 6,1% í 111 Reykjavík og 10,2% í 112 Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert