Mundu eftir sólgleraugunum

 Í aðdraganda verslunarmannahelgarinnar vill Samgöngustofa vekja athygli á eftirfarandi svo ökumenn geti sem best tryggt öryggi sitt. Hér eru 10 atriði sem gott er að fara yfir og hafa í huga áður en lagt er af stað:

  1. Gættu að kvöldsólinni og notaðu sólgleraugu.
  2. Gerðu hlé á akstri á eins til tveggja klukkustunda fresti.
  3. Gættu þess að nærast og drekka vatn eða aðra hollustu svo ekki sæki óþarfa þreyta á þig á langferðum.
  4. Aktu helst aldrei á tjaldsvæðum.
  5. Gakktu þannig frá farangri að ekki sé hætta á að hann kastist til við árekstur.
  6. Leyfðu áfenginu að fara alveg úr blóðinu áður en sest er við stýrið. Það getur tekið allt að 18 klukkustundir.
  7. Athugaðu hvort öll ljós og önnur öryggisatriði í bifreiðinni og tengivagninum séu í lagi.
  8. Athugaðu hvort hjólbarðarnir séu í lagi - bæði hvað slit og loftþrýsting varðar?
  9. Sýndu tillitsemi og fylgdu ferðahraða.
  10. Notum öryggisbelti sama hve stutt eða langt er farið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert