Skjálftahrina í Torfajökulsöskjunni

Hér má sjá hvar stærstu skjálftarnir hafa orðið.
Hér má sjá hvar stærstu skjálftarnir hafa orðið. Af vef Veðurstofu Íslands

Skjálftahrina hófst vestast í Torfajökulsöskjunni um kl. 10:40 í morgun og stóð í um klukkutíma. Eftir það hafa nokkrir skjálftar bæst í hópinn. Starfsmenn Veðurstofunnar eru búnir að staðsetja á annan tug skjálfta.

Stærstu skjálftarnir eru rétt innan við tvö stig. Hrinur verða af og til á þessu svæði, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar, og eru því ekki óvanalegar. Engin tenging er við Kötlu í Mýrdalsjökli þar sem um annað eldstöðvakerfi er að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert