Snjór í hlíðum Hlíðarfjalls

Snjór var í hlíðum Hlíðarfjalls í morgun.
Snjór var í hlíðum Hlíðarfjalls í morgun. Af Facebook-síðu lögreglunnar á Akureyri, Dalvík og í Fjallabyggð

Hlíðarfjall á Akureyri er heldur kuldalegra nú í morgunsárið en síðustu daga og vikur. Hvítt er í hlíðum fjallsins og vakti lögreglan á Akureyri athygli á þessu í  færslu á Facebook.

 „Þetta tók á móti dagvaktinni í morgun. Það hafði aðeins gránað í Hlíðarfjalli hjá okkur. Við skulum samt alveg róa okkur að ætla að skella okkur í fjarkann. Þetta er bara til að kæla okkur aðeins niður eftir hitann undanfarna daga. Þetta hverfur fljótt og verður topp veður um helgina. Við spáum því nú samt að þetta verði heitasta eða kannski kaldasta umræðuefnið í dag,“ segir í færslu lögreglunnar, sem mælir sem sagt með því að spenntir skíðaiðkendur bíði aðeins með að skella sér í lyfturnar. Enda eru þær alls ekki opnar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert