Regnbogafáninn í stað borgarmerkis

Blómin eiga eftir að springa út, en þá verður fagur …
Blómin eiga eftir að springa út, en þá verður fagur regnbogafáni þar sem borgarmerkið var á undan. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Í mörg ár hefur skjaldarmerki Reykjavíkur verið myndað úr fagurbláum blómum í túni þar sem Sæbraut og Miklabraut mætast.

Nú hefur verið ákveðið að fjarlægja skjaldarmerkið og mynda regnbogafánann, sem er merki baráttu samkynhneigðra, úr blómum og plöntum í staðinn, en Hinsegin dagar í Reykjavík verða haldnir 5.-10. ágúst.

Að sögn Ólafar Önnu Ólafsdóttur garðyrkjufræðings hjá Reykjavíkurborg eru um það bil 1.500 blóm í merkinu. Græni liturinn í regnbogafánanum er samt ekki myndaður með blómum, heldur er hann myndaður með steinselju.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert