Verslunarmannahelgin á Twitter

Það er fjör á Þjóðhátíð.
Það er fjör á Þjóðhátíð. Ófeigur Lýðsson

Verslunarmannahelgin fer fallega af stað. Veðurguðirnir virðast ætla að sýna sparibrosið sitt, allavega eitthvað framan af.

Umferð út úr bænum var róleg framan af, eins og blaðamaður mbl.is komst að í lautarferð með lögregluvarðstjórum. Umferðin tók þó að þyngjast eftir því sem leið á föstudaginn. 

Fjöldinn allur af hátíðum fer fram um helgina, eins og til dæmis í Vatnaskógi. Fólk sem ætlar að gista í tjaldi er hvatt til að búa sit vel, því það gæti orðið kalt yfir nóttina. Allar fréttir af verslunarmannahelginni má svo nálgast í fréttaknippi mbl.is, Verslunarmannahelgin 2014.

Merkið #verslo er þegar komið á fullt skrið eins og sjá má af nokkrum tístum hér fyrir neðan. Við minnum ykkur á að merkja tístin með #verslo svo að blaðamann mbl.is geti deilt þeim með alheiminum gegnum @mblfrettir og á forsíðu mbl.is, því Twittergluggi mbl.is verður opinn um helgina.

Þessi ætlar sko heldur betur að æða inn í helgina.

Reykjavík er falleg í sparifötunum.

Margrét Ósk býr sig undir annaðhvort sultuslakan dag, eða ofurstress. Vonum að það fyrra verði raunin.

Blaðamenn mbl.is sem drógu stuttu stráin eru þegar byrjaðir að gíra sig upp fyrir helgina.

Hersir Aron skrapp í Landeyjahöfn og kannaði stöðuna á Herjólfi fyrir mbl.is.

Marteinn Urbancic er væntanlega eitthvað pirrípú að komast ekki á Þjóðhátíð í ár.

Elliott Gore fagnar því að það verði fámenn í Reykjavík um helgina.

Guðmundur fékk um það bil hálfan lítra af bensíni til baka frá skattinum í morgun. Til hamingju Guðmundur!

Kristjana Fenger er komin í sumarfrí í hausnum. Hún er væntanlega að borða ís núna.

Það er víst bongó í miðbænum.

Hersir og Arnar hirtu upp einn þýskan puttaling við Landeyjahöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert