Venjan að yfirfara vagnana

Þegar stúlkan vaknaði var hún læst inni í strætisvagninum.
Þegar stúlkan vaknaði var hún læst inni í strætisvagninum. Morgunblaðið/RAX

„Við erum bara að skoða hvað fór úrskeiðis hjá okkur. Við hörmum málið og biðjumst afsökunar á þessum atburði,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé upplýsingafulltrúi Strætó í samtali við mbl.is um mál þar sem stúlka læstist inni í strætisvagni í nótt. Faðir stúlkunnar hafði samband við lögreglu um klukkan eitt eftir miðnætti, sem sá til þess að hún kæmist úr prísundinni.

Stúlkan hafði farið upp í vagninn við Hlemmtorg, en sofnað á leið sinni með fyrrgreindum afleiðingum. Hún var þó svo heppin að vera með farsíma í fórum sínum og gat því haft samband við föður sinn.  Um er að ræða vagn sem lagt hafði verið við Hestháls, þar sem hann var geymdur næturlangt. Kolbeinn segir verkferla fyrirtækisins eiga að útiloka atvik sem þetta.

„Venjan er að vagnarnir séu yfirfarnir áður en gengið er frá þeim fyrir nóttina, en það hefur greinilega klikkað eitthvað. Nú þurfum við bara að komast að því hvað gerðist,“ segir Kolbeinn.

Frétt mbl.is: Stúlka vaknaði í læstum strætó

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert