Haustþing til umræðu þingflokka

Alþingishúsið
Alþingishúsið mbl.is/Brynjar Gauti

„Þetta var mjög góður fundur og við erum full tilhlökkunar að fást við verkefni komandi vetrar, sem eru ærin líkt og ávallt.“

Þetta segir Sigrún Magnúsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, en þingflokkurinn kom saman til vinnufundar á Selfossi í gær þar sem komandi haustþing var til umræðu.

Fjárlagafrumvarp næsta árs var meðal þess sem bar á góma. Aðspurð segir hún það yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar að unnið verði að hallalausum fjárlögum. „Við teljum að það eigi að takast bæði á yfirstandandi ári og á því næsta enda setjum við fjárlagafrumvarpið upp með þeim hætti,“ segir Sigrún og bætir við að núverandi ríkisstjórn hafi á undanförnum mánuðum unnið mikið afrek sem íslenskt efnahagslíf njóti góðs af.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert