Mávarnir sóttu í kjötmjölspokana

Mávar eru sólgnir í kjötmjöl og renna fljótt á lyktina.
Mávar eru sólgnir í kjötmjöl og renna fljótt á lyktina. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Mér finnst ekki nógu vel að þessu staðið,“ segir Gunnar Örn Marteinsson, hreppsnefndarmaður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Hann hefur gert athugasemdir við meðhöndlun á kjötmjöli sem notað er til áburðar á landgræðslusvæði Hekluskógaverkefnisins í Þjórsárdal.

Gunnar Örn segir að stundum hafi verið illa staðið að dreifingu kjötmjölsins og það valdið lyktarmengun á ferðamannaslóðum. Í sumar hafi pokastæðan staðið við veginn fram í júlí, pokarnir verið rifnir og dreift um og vargfugl sótt í mjölið. Telur hann að yfir 100 mávar hafi verið í kjötmjölinu þegar hann átti leið hjá. Af þessu hafi verið óþrifnaður og fýla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert