TF-SIF á leið á óróasvæðið

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF.
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF. mbl.is/Árni Sæberg

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF er nú á leið að óróasvæðinu í kringum Bárðarbungu. Markmið flugsins að safna gögnum með ratsjár- og eftirlitsbúnaði flugvélarinnar og meta aðstæður á svæðinu en með í för eru vísindamenn. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Gæslunnar.

Einnig er gert ráð fyrir því að litast um eftir ferðamönnum á svæðinu sem gætu enn verið innan þess en í gær ákváðu lögreglustjórarnir á Húsavík og Seyðisfirði að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert