TF-SIF flýgur yfir jökulinn

Kæmi til eldgoss á þessu svæði gæti orðið um að …
Kæmi til eldgoss á þessu svæði gæti orðið um að ræða sprungugos undir 150-600 m þykkum jökli og bræðsluvatn mundi renna jafnóðum undan jöklinum og valda flóði í Jökulsá á Fjöllum. mbl.is/Árni Sæberg

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundar með vísindamönnum Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands um jarðhræringarnar í norðanverðum Vatnajökli kl. 10:30. Í gær lýstu almannavarnir yfir hættustigi norðan Dyngjujökuls að þjóðvegi 1.

Klukkan 13 mun flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, hefja sig til flugs en vélin mun fljúga með vísindamönnum yfir jökulinn til að kanna aðstæður. Vélin flaug yfir svæðið í gærkvöldi við komuna til landsins og tók nokkrar myndir sem fylgja frétinni. Vélin hafði verið verið við landamæragæslu í sunnanverðu Miðjarðarhafi. Nánar á vef LHG.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, er enn mikil virkni í norðvestanverðum Vatnajökli. Aðalvirknin er í þyrpingunni norðaustur af Bárðarbungu. Um 300 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Dýpi skjálftanna er svipað og hefur verið undanfarið (algengt um 10km) Stærsti skjálftinn varð klukkan 03:59 og var hann í þyrpingunni, 3,0 að stærð. Klukkan 00:58 varð skjálfti inni í Bárðarbunguöskjunni og var hann 2,7 að stærð. Engin merki erum um gosóróa, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir að um daglegan stöðufund sé að ræða og vonast hann til að fundinum muni ljúka fyrir hádegi.

Lögreglan á Húsavík greindi frá því í morgun, að búið væri að rýma alla skála á há­lend­inu norðan Dyngju­jök­uls vegna jarðhrær­ing­anna í kring um Bárðarbungu.

Almannavarnir vekja athygli á uppfærðu korti Vegagerðarinnar af þeim vegum, og því svæði, sem lokað hefur verið. Tekið er fram, að öll umferð á svæðinu sé nú bönnuð hvort sem farið er akandi, hjólandi eða gangandi.

Facebooksíða almannavarna

Heimasíða Veðurstofunnar

Bárðarbunga í gærkvöldi.
Bárðarbunga í gærkvöldi. mynd/Landhelgisgæslan
Kistufell
Kistufell mynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert