Engin merki um minnkandi virkni

Skjálftavirknin á svæðinu í kringum Bárðarbungu heldur áfram með sama hætti og undanfarna daga. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ekkert sem bendir til þess að virknin sé á undanhaldi, né að hún sé að færast. Frá miðnætti höfðu klukkan 19 í dag mælst 1100 skjálftar á svæðinu.

Mest hefur virknin verið á litlu svæði austur af Bárðarbungu. Skjálftarnir í dag hafa margir verið í kringum 3 að stærð en alls hafa fjórir verið hærri og jafnvel skagað upp í 4 að stærð. 

Rétt fyrir klukkan 11 í dag voru tveir skjálftar með um hálftíma millibili, annar 3,7 og hinn nær 4. Sá stærri fannst alla leið í Nýjadal og hefur veðurstofan staðfest að hann varð vegna sigs í öskjunni. Enn eru þó engin merki þess að kvikan sé að hreyfast upp í átt að yfirborðinu. Síðan mældust tveir skjálftar upp á 3,4 eftir hádegi, annar klukkan 13 og hinn rétt fyrir klukkan 18. 

Skjálftavirknin í dag. Flestir skjálftarnir komu á litlu svæði austur …
Skjálftavirknin í dag. Flestir skjálftarnir komu á litlu svæði austur af Bárðarbungu. Mynd/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert