Enn sést ekkert á Bárðarbungu

Bárðarbunga um klukkan 15 í dag.
Bárðarbunga um klukkan 15 í dag. Marco Nescher/volcanoheli.is

Þyrluflugmaðurinn Matthias Vogt hefur undanfarna daga flogið reglulega yfir Bárðarbungu og norðanverðan Vatnajökul með ljósmyndara og ferðamenn. Þessar myndir af svæðinu voru teknar rétt fyrir klukkan 15 í dag. 

„Við höfum ekki séð neinar breytingar á fjallinu frá því við flugum fyrst yfir og vatnsyfirborðið í vötnunum fyrir norðan fjallið er líka eins og það hefur áður verið,“ segir Matthias. Í dag flaug hann með vin sinn, ljósmyndarann Marco Nescher yfir fjallið, en Nescher vinnur að ljósmyndabók sem gefa á út í Þýskalandi í október. 

Matthias stofnaði fyrirtækið Volcanoheli.is hér á landi sem sérhæfir sig í þyrluferðum yfir eldfjöll á þyrlu sem leigð er frá Sviss. Að sögn Matthiasar eru margir erlendir ferðamenn áhugasamir um að fljúga yfir svæðið eftir að fréttir fóru að berast til Evrópu af jarðhræringunum. 

Marco Nescher/volcanoheli.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert