Flytja slasaðan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar mbl.is/Gúna

Um miðnætti barst beiðni til Landhelgisgæslunnar frá erlendum togara um að sækja slasaðan mann. Togarinn var þá staddur djúpt úti fyrir Vestfjörðum í lögsögu Grænlands.

Þyrla LHG TF-LÍF fór frá Reykjavík klukkan 01:49 og hélt beint á Ísafjörð til að taka eldsneyti áður en hún hélt áfram að togaranum.

Klukkan 04:25 var hinn slasaði kominn um borð í þyrluna sem hélt áleiðis til Reykjavíkur. Áætlaður komutími til Reykjavíkur er klukkan 06:12, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Uppfært klukkan 6:30

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er þyrlan lent með manninn og hefur hann verið fluttur á sjúkrahús en hann er með höfuðáverka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert