Forskráningu lokið í maraþonið

Frá Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra.
Frá Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Forskráningu í Reykjavíkurmaraþon er nú lokið og var nýtt þátttökumet slegið í þremur vegalengdum. Alls eru 13.003 skráðir til leiks sem er 9% fjölgun frá því í fyrra. Það er ekki öll von úti enn fyrir þá sem ekki náðu að skrá sig í forskráningunni, því opið verður fyrir skráningar á skráningarhátíðinni í Laugardalshöll í dag og á morgun til klukkan 19. 

Yngsti þátttakandinn sem skráður er til leiks, er 91 árs og hleypur hann 3 km. Elsti hlauparinn sem hleypur heilt maraþon er 88 ára að aldri. 

Þótt skráningu sé ekki lokið að fullu hefur þátttökumet þegar verið slegið í maraþoni, hálfmaraþoni og í 10 km hlaupi. 

Af skráðum keppendum eru 2226 erlendir keppendur skráð sig til leiks og eru þeir frá 62 löndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert