Hlusta á Motorhead í maraþoninu

Ríflega þrettán þúsund manns höfðu skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþoninu fyrr í dag og er það aukning um 9%. Metþátttaka er í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km hlaupi. Skálmaldarmeðlimir segjast vera tilbúnir í átökin og þeir gáfu mbl.is góð ráð um hvað er gott að hlusta á þegar hlaupið er. Það kemur líklega fáum á óvart að það er ekkert léttmeti sem þeir félagar vilja hafa í eyrunum á hlaupum.

Aldrei hafa fleiri erlendir hlauparar skráð sig til leiks en þeir eru nú 2226 frá 62 löndum. Hlaupararnir eru líka á öllum aldri en sá yngsti sem er skráður í hlaup er ekki orðinn eins árs á meðan sá elsti er 91 árs.

4500 manns hlaupa til að styrkja gott málefni og nú þegar hafa 55 milljónir safnast en í fyrra söfnuðust 75 milljónir. Hægt verður að heita á hlaupara fram yfir helgi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert