„Lífsviðurværi margra er undir“

Víðir Reynisson er deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson er deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

„Mæting var góð, en yfir hundrað manns voru á staðnum og fóru fram líflegar umræður,“ segir Víðir Reynisson deildarstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um borgarafund sem haldinn var í grunnskólanum í Lundi í Öxarfirði í kvöld. Lögreglustjórinn á Húsavík stóð að fundinum ásamt fulltrúa almannavarna í Þingeyjarsýslu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofu.

„Menn hafa auðvitað áhyggjur, enda er lífsviðurværi margra hér undir. Nokkrar umræður voru um hvernig tíminn væri, hvað væri hægt að gera varðandi búfénað og annað slíkt. Talsvert var einnig rætt um þær rýmingaráætlanir sem unnar hafa verið af heimamönnum síðustu daga og mögulegar útfærslur á þeim,“ segir Víðir.

Léleg útsendingarskilyrði Ríkisútvarpsins

Hann segir að áhersla hafi verið lögð á rýmingaráætlanir bænda og annarra heimamanna, en nauðsynlegt sé að þeir hafi skýra áætlun um hvernig eigi að koma fjölskyldum saman og halda á viðeigandi fjöldahjálparstöðvar ef til eldgoss kemur. Nokkuð var einnig rætt um léleg útsendingarskilyrði Ríkisútvarpsins á svæðinu, en Víðir segir nokkra heimamenn hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins, enda komi yfirvöld helst skilaboðum til íbúa í gegnum útvarpið.

„Þetta hefur verið slæmt í nokkur ár og heldur versnað ef eitthvað er, m.a. vegna bilana. Við höfum sent RÚV fyrirspurn um hvort eitthvað sé hægt að bæta útsendingarskilyrðin á svæðinu. Fleiri en einn viðruðu áhyggjur af þessu á fundinum,“ segir Víðir.

Víðir segir ljóst að lísviðurværi margra sé undir ef til …
Víðir segir ljóst að lísviðurværi margra sé undir ef til eldgoss í Bárðarbungu kemur. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert