Þyrla í brúarsmíði á hálendinu

Framkvæmdir í Neðri-Hveradölum í Kerlingafjöllum komust á flug á þriðjudag en þá var þyrla Norðurflugs var notuð til þess að hífa bita í þrjár nýjar göngubrýr yfir ánna sem eiga að anna auknum straumi ferðamanna en ákveðið var að nota þyrlu til að hífa bitana til að hlífa náttúru svæðisins.

9 milljónir króna hafa verið eyrnamerktar svæðinu til að taka á móti auknum straumi ferðamanna en féð hefur m.a. verið nýtt í að bæta bílastæði og aðkomu ofan í dalinn. Árni Sæberg ljósmyndari Morgunblaðisins og mbl.is slóst með í för þegar verið var að leggja nýju brúna og tók þessar frábæru myndir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert