12 sagt upp hjá Umboðsmanni skuldara

12 manns hefur verið sagt upp hjá Umboðsmanni skuldara.
12 manns hefur verið sagt upp hjá Umboðsmanni skuldara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tólf fastráðnum starfsmönnum Umboðsmanns skuldara (UMS) í Reykjavík hefur verið sagt upp.

Hjá embættinu vinna 38 manns og er því verið að segja upp um 25% allra þeirra. Gert er ráð fyrir rúmlega 40% niðurskurði á framlögum gjaldskyldra aðila til embættisins á næsta ári og legið hefur ljóst fyrir um nokkurt skeið að embættið þarf að draga úr rekstrarkostnaði.

Auk þess verður lagt niður útibú Umboðsmanns skuldara í Reykjanesbæ og eini starfsmaður útibúsins færður til Reykjavíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert