Beittu rafbyssu í átökum

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nokkurra manna sem tóku þátt í átökum í Laugardalnum í gær. Var rafbyssu beitt og að sögn lögreglu er það brot á vopnalögum og mikilvægt að hafa upp á byssunni. 

Fjallað var um árásina á Vísi fyrr í dag og þar birt myndskeið af átökunum fyrir utan World Class í Laugardal.

Að sögn lögreglu er vitað hverjir það voru sem tókust þarna á enda allt þekktir einstaklingar. Talið er að um einhvers konar uppgjör hafi verið að ræða, að sögn lögreglu en mennirnir og byssan hafa ekki fundist þrátt fyrir ítrekaða leit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert