Féll af baki og slasaðist

Þyrla Gæslunnar fór á vettvang.
Þyrla Gæslunnar fór á vettvang. mynd/Landhelgisgæslan

Ung kona slasaðist er hún féll af hestbaki í Víðidal um hádegisbil í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang og flutti hún konuna á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, en þyrlan var kominn á vettvang um kl. 13.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi missti konan, sem er um tvítugt, meðvitund við fallið en hún var komin til meðvitundar er lögreglu og sjúkralið bar að garði. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir um meiðsl konunnar en læknir sem kom á staðinn óskaði eftir aðstoð þyrlunnar

Konan, sem er erlend, var í hestaferð ásamt tveimur íslenskum konum í Víðidal skammt frá bænum Galtanesi við Víðidalsá þegar slysið varð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert