Hentu varahlut út í fallhlíf

TF-Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar hefur í nógu að snúast eftir að hún kom aftur til Íslands frá Miðjarðarhafi. Í dag fór vélin í eftirlitsflug og nýtti hún ferðina til þess að koma varahlut til færeyska togarans Nærabergs sem staddur er í grænlenskri lögsögu.

Fulltrúar frá flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík komu með í flugið því það þurfti að henda varahlutnum út úr flugvélinni í fallhlíf. 

Landhelgisgæslan birti þessar myndir af aðgerðinni á Facebooksíðu sinni nú í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert