Lítið lát á skjálftavirkni

Bárðarbunga og Jökulsá á Fjöllum.
Bárðarbunga og Jökulsá á Fjöllum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Ekkert lát virðist vera á skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu. Skjálftarnir í kvöld hafa verið um og fyrir neðan þrjú stig.

„Þessi mikla virkni hefur haldið áfram í kvöld,“ segir Kristín Jóns­dótt­ir fag­stjóri jarðvár Veður­stof­unn­ar. „Það var þarna einn stór um sex-leytið í kvöld sem var rúmlega þrjú stig. Enginn stór hefur komið síðan en það virðist lítið lát á þessu.“

Að sögn Kristínar er virknin í Bárðarbungu á tveimur stöðum. „Virknin er annars vegar í öskjunni og hinsvegar á norðaustur hlutanum.“

Jarðskjálfti upp á 4,7 stig reið yfir skömmu fyr­ir miðnætti í gær, en upp­tök skjálft­ans voru 4 km suðaust­ur af Bárðarbungu.

Sá skjálft­i er sá stærsti sem mælst hef­ur í þeim jarðhrær­ing­um sem hafa verið í norðan­verðum Vatna­jökli síðan aðfar­arnótt laug­ar­dags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert