Óttast afleiðingar öskufalls á afréttunum

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/Árni Sæberg

Bændasamtök Íslands hafa óskað eftir því við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að gerðar verði öskufallsspár vegna hugsanlegs eldgoss í norðanverðum Vatnajökli.

Einar Ófeigur Björnsson, bóndi í Lóni II í Kelduhverfi og stjórnarmaður í Bændasamtökunum, segir að verið geti ráðlegt að smala ákveðna afrétti til að draga úr hættu á vandræðum í öskufalli.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Einar Ófeigur að reynslan sýni að ef aska fellur á afrétti geti verið of seint að fara til að smala fé. Það geti verið ófært og óverandi fyrir fólk á slíkum svæðum og erfitt að færa til skepnur. Vindurinn ræður mestu um hvar öskufall verður í eldgosi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert