Seljalandsfoss þykir friðsæll

Seljalandsfoss þykir með friðsælari stöðum heims.
Seljalandsfoss þykir með friðsælari stöðum heims. Mbl.is/RAX

Seljalandsfoss er í huga blaðamanns Huffington Post á meðal friðsælustu stöðum í heimi. Á lista yfir 15 friðsælustu staði heims er fossinn í því 11. Á toppnum trónir Nordfjord, fjörður í Norður-Noregi. 

Listinn var settur saman í tilefni af The American Relaxation Day eða Ameríski afslöppunardagurinn sem var þann 15. ágúst sl. Setti fréttamiðillinn í því tilefni saman lista yfir 15 staði í heiminum, hver öðrum friðsælli. Sem fyrr segir er Nordfjord í efsta sætinu en á eftir honum koma Whitehaven Beach í Ástralíu og Sanur á Balí í Indónesíu. Rocky Mountain þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum er einnig á listanum ásamt Piacenza á Ítalíu.

Ekki fylgir útskýring með hverjum og einum stað, en það má leiða líkur að því að niðurinn í fossinum sé það sem gerir upplifunina af Seljalandsfossi svo friðsæla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert