Sinfó sló í gegn

Sveitin lék undir stjórn Ilans Volkov í kvöld.
Sveitin lék undir stjórn Ilans Volkov í kvöld. Alistair Muir

Sinfóníuhljómsveit Íslands lék á BBC Proms-tónlistarhátíðinni undir stjórn Ilans Volkov í Royal Albert Hall í Lundúnum í kvöld.

Sveitin lék fyrir fullu húsi en salurinn tekur um 5000 manns í sæti. Á efnisskrá voru verk eftir Hauk Tómasson, Jón Leifs, Schumann og Beethoven.

Fjölmargir gestir tónleikanna lýstu hrifningu sinni á Twitter í kvöld. Þar „tísti“ m.a. tónlistartímarit BBC og hrósaði sveitinni fyrir frábæra tónleika. 

Tístið má sjá hér að neðan.

Fleiri tíst má sjá á Twitter síðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Sveitin í Royal Albert Hall í kvöld.
Sveitin í Royal Albert Hall í kvöld. Alistair Muir
Alistair Muir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert