Sundkappar tókust á við Viðeyjarsund

Þeir fengu frábært sumarveður, sundfólkið sem synti hið árlega Viðeyjarsund í kvöld. Synt var frá Skarfakletti til Viðeyjar og var lagt af stað klukkan 17:30 í kvöld. Sundið er um 910 metra langt og hægt var að synda annað hvort aðra leiðina eða báðar. 

Var sjórinn í kringum 12 stig en sundfólkið lét það ekki á sig fá, eins og sést á myndunum sem ljósmyndari mbl.is tók á staðnum. 

Að loknu sundinu var keppendum svo boðið í Laugardalslaugina þar sem hægt var að ná úr sér skjálftanum eftir átökin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert