Vill berjast um beltið

Ljósmynd/Jón Viðar

„Ef þú hittir Gunnar Nelson á vappi niðri í bæ, myndir þú aldrei giska á að þar sé á ferðinni einn hættulegasti bardagakappi heims.“ Svona er Gunnari Nelson lýst í viðtali við sænska Aftonbladet sem birtist í dag.

Aðspurður hversu vinsæll hann sé hér á landi svarar Gunnar af sinni stöku hógværð: „Ísland er lítið land með aðeins 300 þúsund íbúum og ég er mikið búinn að vera í sjónvarpinu. Á götunni þekkja mig margir, og meira að segja eldri kynslóðin heilsar mér. En ég er ekkert sérstaklega stór lengur, flestir þeir sem sjá mig hafa líklegast séð mig daginn áður og eiga aftur eftir að sjá mig viku seinna.“

Segir Gunnar MMA afar vinsælt hér á landi. „Þegar ég keppi eru barirnir fullir og stemningin ólýsanleg. Þegar ég kem svo heim er MMA það eina sem fólk talar um.“

Um framtíð sína segir Gunnar að hann sjái sig fyrir sér með beltið um sig miðjan. „Þegar ég er búinn að sigra í Globen langar mig til þess að mæta keppinaut sem er á meðal þeirra fimm bestu, og að því loknu berjast um beltið,“ segir Gunnar. 

Sjá viðtal Aftonbladet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert